06 March 2013

Tíminn líður trúðu mér...:-)

Það er alveg sama hversu viljinn er mikill, alltaf líður dagurinn án þess að ég bloggi hér eins og ég ásetti mér um áramótin. Ekki það að ég hafi setið með hendur í skauti..ó nei, búin að vera á útopnu og upp um alla veggi síðan nýtt ár gekk í garð:-) Orkan hefur bara ekki verið sett í heimilið en það batnar alltaf með vorinu - þá tjúllast frúin yfirleitt og setur allt heimilið á hvolf:-) 

En það er auðvitað komin nýr farvegur fyrir þessa áráttu og það er verslun vor Púkó&Smart á Laugaveginum - þar líður ekki sá dagur sem ekki er hægt að dúlla sér eitthvað:-) Og nú eru páskarnir handan við hornið og ekkert því til fyrirstöðu að byrja að kippa inn greinum og skreyta svolítið í kringum sig. Ég hef það fyrir sið að nota ljósaseríurnar alveg fram yfir páska...allavega þær sem eru hvítar:-) Svo eru öll "egg" sem til eru á heimilinu dregin fram og hent á bakka. Ég missti mig auðvitað svolítið í páskaskrautinu á sýningunum í janúar enda margt fallegt til:-) Ég er þó meira í þessu milda og náttúrulega (hvitir litir, tré, silfur, páskaliljur, laukar etc.) og nota svo með íslensku súkkulaðieggin til að hressa upp á skreytingarnar ef með þarf:-) Við bíðum spennt eftir nýjasta tölublaðinu frá NUDE Home - þau komu nefnilega í heimsókn og mynduðu smá - set það hér inn þegar það kemur út:-) 

En þangað til að þá hendi ég hér inn nokkrum myndum af því sem ég hef verið að bauka og heillar mig þessa daganna og vona að það verði einhverjum til gleði:-) 

Þessi gamli elska í sumarkotinu er búin að bíða þess lengi að komast undir pensil og það gerðist loksins:-) 

 Pússaði hann upp og málaði með mattri málningu - slubbaði meira að segja saman nokkrum afgöngum og útkoman var þessi fallegi og hlýi hvíti litur....sem heitir núna "Víðahvítur" og næst eflaust aldreiaðblanda aftur:-) 

Svo var það sandpappír og hann "sjabbaður" til eins og það heitir á mínu heimili:-) 
Sýni ykkur svo myndir seinna af honum þar sem búið er að raða inn í hann allskyns gersemum.


 Og þá að páskaskrautinu:-) Þessi egg þykja mér æði og það má sko leika sér endalaust með þessar hugmyndir! "Go nuts" og Gleðilega páska elskurnar:-D 








Kærleikskveðja
Frú Púkó

29 December 2012

Svei mér þá..1árs brúðkaupsafmæli:-)

Góðan daginn Heimur og takk fyrir mig:-D

Það er svo dásamlegt að vakna eftir dásamlegt partý með dásamlegu fólki á dásamlegum stað og uppgötva að á þessum dýrðar degi eigi maður 1 árs Brúðkaupsafmæli:-D 
"Pappír" er það heillin og okkur til heiðurs ætlum við að hafa "pappír" sem þema dagsins og gera honum góð skil. Stefnan er tekin á miðborg Reykjavíkur þar sem planið er að innbyrða Sushi "með svörtum pappír utanum" eins og sonurinn segir, fara svo í bókabúðaráp og skoða bækur og blöð úr pappír, kaupa eitthvað fallegt úr pappír fyrir heimilið og enda svo daginn á því að taka ögn til í pappírum heimilisins, borða eitthvað gott saman af pappadiskum, skrifa markmiðin 2013 á pappir og að endingu kúra&kela eitthvað fram undir miðnætti;-)
 Ekki hægt að biðja um dásamlegri tilveru í dag:-)

Hér eru örfáar & ársgamlar glefsur úr HamingjuBúbblunni okkar þann 29.desember 2012 sl.


Þetta var okkar uppskrift af okkar degi: 
1 stk Hlaðbæjarfjölskylda
1 stk. Galtóm Lauganeskirkja
1 par Amma&Afi, 
1 par af dásemdar prestarhjónunum Jónu Hrönn & Bjarna, 
1 stk. dýrðarkórinn Schola Cantorum "the original version"
1 stk. dýrindis organistinn Gunnar Gunnarson
1 stk. ValgeirMagnússon sem sá um að festa þetta allt á filmu
1 stk. jólatré
6 stk. kertaljós
1 stk vetrarhríð með tilheyrandi ófærð
Dass af ást og gleði & smakkað til for years to come:-) 



Svo hentumst við til Gassa í nokkrar mínútur og 
hann fangaði nokkur fögur augnablik þessi elska:) 


 Dúllurassarnir með Ömmu Dísu & Afa Tóta:-) 

Aaahhhhh...þetta er náttúrulega bara dásamlegt þetta líf sem við lifum!
Over&Out...with a silly smile on her happy face:-) 
Frú Púkó

27 December 2012

Kalkaður heilagur Georg & Gleði

Gleðileg jól elska og ég vona að jólin hafi verið dýrðleg & að nýárið eigi eftir að "rock your world":-) 


Þessi frú er búin að hafa það algerlega dásamlegt í hreiðrinum með ungum og elskhuga og til að toppa það að þá var allri familíunni skellt í "matching pyjamas" og nú svífum við á milli vistarvera í dásamlega skrautlegum röndóttum & sérmerktum náttfötum:) Og ekki annað hægt en brosa þegar maður rekst á fjölskyldumeðlim á leið úr eldhúsinu með laufabrauðsmylsnu í hárinu og troðfullan munn af Sörum:-) Við erum það sem flokkast undir "totally adorable" þessa daganna:-) 



Og að öðru:-)  Nú ætla ég loksins að láta verða af því sem nokkrar af vinkonum mínum eru búnar að biðja um undanfarir og það er að birta mynd af mínum ástkæru & endurfæddu Georg Jensen óróum;-) 
Eg er nefnilega, eins og svo margir aðrir, stoltur eigandi jólaóranna hans Georgs "frænda"sem hann "gerði" á árunum frá 1999 - 2004! Fékk þá alltaf í jólagjöf frá minni elskulegu fyrrverandi tengdó og fannst ég fyrst vera orðin fullorðin þegar ég eignaðist þann fyrsta;-) 
Ég var með þessar elskur hangandi í eldhúsgardínunni eins og lög gera ráð fyrir í nokkur ár....þangað til einn daginn að ég gat bara ekki meir....er bara einhvern ekki "the golden girl" þegar kemur að jólunum:-) Ár eftir ár tók ég þá samt upp og velti þeim á milli handanna áður en ég pakkaði þeim aftur - reyndi meira að segja að lána þá en ekkert dugði til, ekkert gerðist....þangað til um síðustu jól;-) 
Sem fyrr, var ég búin að taka þessar elskur upp úr fínu rauðu kössunum sínum og velkjast með þá á milli handanna, skimandi í kringum mig eftir hugsanlegum stað  - fyrstu jólin í nýja draumahúsinu og ekkert annað í boði en að þeir fengju að vera með í "partýinu" - en eitthvað lét staðurinn á sér standa!  Ég var um það bil að fara að pakka þeim aftur niður þegar mér verður litið á borstofuborðið! Þar standa ný-kalkaðir dýrgripir í haugum (frúin búin að vera með kalkæði síðan sumarið 2010 og á bara eftir að kalka kallinn...) og við hliðina á þeim stendur opin fata með kalklit sem ber hit fagra nafn "Calche" og er eitt afbrigðið af hinum margrómaða hvíta lit....og þar með voru örlög þeirra ráðin! Ekkert annað í stöðunni en láta vaða....þannig að ég var ekkert að tvínóna neitt við þetta meir...sá órói sem í hendi var bar ártalið 2001 og fékk hann bara að vaða beinustu leið ofan í fötuna og dúsa þar í augnablik - síðan var honum umsvifalaust kippt upp úr og hann hengdur til þerris í ljósakrónunni...þá gat ég loks farið að  að sofa:-) Morgunin eftir stökk ég spennt fram úr (gerist mjööög sjaldan) og skottaðist beinustu leið inn í stofu til að líta á Georg gamla og viti menn....þarna hékk þessi líka fagra, matta & hvíta gersemi og beið þess eins að fá nýjan borða til að geta hafið sig til flugs yfir í eldhúsgluggann...og þar hangir hann núna þessi dásemd með bræðrum sínum 1999, 2000, 2002, 2003 & 2004:-D


....og ef þeir fara að kvarta og vilja fara aftur í gamla "goldfingerinn" að þá skelli ég þeim bara í uppþvottavélina og málið er steindautt;-D


Læt svo fylgja hér nokkrar glefsur frá Jóladúlleríi heimilisins 2012:-) 

Jólaknús á línuna & gleði í hjarta:-D
Frú Púkó

























25 November 2012

Bjór&Ostar:-)

Aaahhhh elska fólk sem nennir að elda ofan í  mig og ekki versnar það þegar maður fær nýjan öllara með hverjum rétti:-D Okkur hjónakornunum var boðið í dýrindis Bjóra&Osta boð á föstudaginn og ég held að leyfi bara myndunum að tala sínu máli....farin að slefa svo mikið af því að setja þetta saman að ég hræði bara tölvuhróið mitt sem er með eindæmum rakafælið:) 

Voila e buon appetito:-D

Kirsuberjabjór í fordrykk og svo sameinast  yfir pottunum í eldhúsinu:-) 

Heimalagaður RICOTTA:-)

"Pasta fátæka mannsins" er eitthvaðsem ég gæti auðveldlega borðað í öll mál:) Og þessi ostabakki frá Maestro Eirný hjá BÚRINU framkallaði miklar stunur og stuð:-) Svo í blálokin kom dásemdar Frönsk súkkulaðikaka sem húsbóndin galdraði fram og með með honum dásemdar kaffibjór....og frúin sat lömuð af unaði og gleymdi að mynda mómentið...á það bara í staðin ein með sjálfri mér;-) 

Á dagskrá dagsins er að taka hjónaherbergið í smá treat...færa fötin af gólfinu og inn í skápa, skipta á rúmi, ryksuga og þurrka af og byrja svo smá æfing fyrir Frostrósirnar sem í vændum eru:-) 
Eigið dásamlegan sunnudag elskurnar:-) 

Knús af kantinum
Frú Púkó


24 November 2012

Jóladúllerí númeró uno frá frúnni:-)

Hallelúja, loksins er frúin orðin lögleg og getur farið að puða jólaskrautinu út og suður um húsið og lóðina....þvílíkur dásemdartími sem er um það bil að ganga í garð:-D Og nú hefst það...jólabloggerí 2012...;-D Stefni á nokkur fyrir jól & er búin að panta auka 6 tíma í sólarhringin frá Giljagaur...er nokkuð vongóð um að hann verði við þeirri bón minni...sem fyrr;-D

En semsagt, ég heiti Frú Púkó og er LUKTARFÍKILL..."Hæ Frú Púkó"bergmálaði um salinn:-)
Það fer engin lukt fram hjá frúnni þegar rúntað er milli vinnustaða og ef umferðarstofa vissi af þessu myndu þau eflaust frekar vilja hafa frúnna smessandi undir stýri...get skrifað póst á ferð án þess að missa einbeitinguna en ef ég sé LUKT að þá er voðin vís..:-) Og hún á þær nokkrar þessi dama...úti í garði hanga þær & standa vítt og breytt og innandyra er ekki sú vistarvera sem ekki hefur að geyma einhverskonar lukt eða ljóstýrugjafa:-)

Og því er ekki úr vegi að henda hér inn mynd af einni sem búið er að jóla upp:)

Það sem til þarf er eftirfarandi:
LUKT í viðeigandi stærð....I like them BIG:)
Dáin haustjurt úr garðinum...Erika eða Mosabrúskurinn fagri:)
Lítin "JólaSýprus":)
Könglakrútt & Skraut...hér er notast við nýjasta "æði" frúarinna...Viðarstörnur:-)
Kerti að eigin vali...í þessari tilteknu eru "Hreindýrðin" og "Heims um ból frá MyStuff....lov´emm:)



Og VOILA...málið er dautt og ein luktin skreytt:-) 


Njótið helgarinnar ljósin mín og nú lofar mamma að vera dugleg að setja inn eitthvað Púkó & Smart á næstu vikum:-) 

Love, Peace & Hairgreace
Frú Púkó

15 September 2012

Mál til komið að mála:-)

Jú það var komin tími á nokkra hluti og þá er lítið annað að gera en bretta upp ermarnar og setja heimilið á annan endan rétt á meðan;-)


Þar er ekki laust við það að bílskúrinn sé fullur af dúllerí sem þarfnast smá athyglu frá Frúnni! Og þar á meðal þessi gamli og algerlega dásamlegi sófabekkur sem ég fann á netinu. Ég er búin að klóra mér þónokkuð í hausnum yfir því hvaða litur á að fara á hann! Var að hugsa hvítur fyrst....en ákvað að vera flippskúnkur og skellti á hann fádæma fögrum lit sem heitir "Lys Aubergine"frá Jötun:-) Fyrst var pússað og síðan málað....ekkert svo flókið:-D


Pússað í myrkri;-) 


Komin í "fyrirsætustörf" í Púkó & Smart ný málaður, strokin og fínn:-) 




Svo fékk ég ógurlega þörf fyrir að mála þennan gamla grip líka og þá var auðvitað ekki eftir neinu að bíða;-)  Ég var búin að pússa hann áður en búðin opnaði þannig að ég dreif bara í því að mála hann og fyrir valinu varð litur sem heitir "Vanilje" og er frá Jötun. Og útkoman er sko ekki af verri endanum að eigin mati að minnsta kosti:-) 


Alveg ótrúlegt hvað nokkur handtök og smá málning geta gert:-) 

Yfir og út í bili....og vonandi ekki eins lengi og síðast;-) 

Love, peace & hairgrease:-) 


01 August 2012

Þetta þarf ekki að vera mikið flókið þetta líf:-)

Nú erum við komin í Sæluna okkar í nokkra daga og eina stellingin sem kemur til greina er sú er nefnist   "Hvíldarstelling gamla mannsins"-  þær sem kenndar eru við trúboða og aðra dýrðlínga munu týnast inn hver af annari eftir því sem dagarnir líða;-)

Doppóttu fánarnir fínu eru komnir upp í garðinum og ekkert agalega súrt að sitja á nýja pallinum og fá sér bita & njóta:-D



En það er auðvitað ekki hægt að liggja endalaust á bakinu í sólinni án þess að finna upp á einhverju að gera þannig að nú er frúin búin að hripa niður verkefnin og eru þau eftirfarandi:

 Hengja upp dýrindis vegglímiða sem ég keypti í hinni á ávallt yndislegu SIRKU á Akureyri:)
Mála gamla skápinn þeirra Steinunnar og Heru gömlu sem stendur af gömlum vana í stofunni:-) 
Klára að mála baðhúsið fína sem Lóa, Pétur og Co. skelltu upp í sumar:-) 
Setja upp snaga eins og vindurinn:-)
Og auðvitað kalka eitthvað....;-)

En nú er það kvöldmaturinn og það er ekkert minna en "Miss Heras Kesedillas" sem skal hristast fram úr erminni:-) 

Kærleikskremja,
Frú Púkó